Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingarorlofi Heiðdís Geirsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:00 Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar