Mikilvægar kosningar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:00 Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun