Mikilvægar kosningar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:00 Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun