Meirihlutinn í Kópavogi fallinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 11. maí 2022 15:30 Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kópavogur á afmæli í dag 11. maí. Á afmælisdögum er oft ástæða til að líta yfir farinn veg. Það var einmitt gert á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær þar sem farið var yfir málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka. Þar taldi ég upp öll þau verkefni sem ekki var lokið en lofað var í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sorgleg lesning Það var sorgleg lesning því að í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin en samkvæmt talningu eru verkefnin sem ólokin eru alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í pólitík, því þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í Kópavogi. Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum. Ekki klikka Kosningarnar eru á laugardaginn. Í síðustu kosningum duttu 25% atkvæða dauð og tryggðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þrátt fyrir að flokkarnir fengju minnihluta atkvæða. Ekki láta það gerast aftur. Í forystu fyrir Samfylkinguna er öflugt fólk, Bergljót, Hákon, Erlendur og Donata, sem mun standa við gefin loforð um fjölbreytni í húsnæðismálum í stað einsleitni, samþættingu í þjónustu fyrir aldraða, hækkun íþróttastyrks og síðast en ekki síst aukið samráð við íbúa í skipulagsmálum. Merkjum við X-S á laugardaginn – að sjálfsögðu. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar