AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2022 10:40 AGS telur að einföldun regluverks við byggingu íbúðahúsnæðis geti gert húsnæðisverð aðgengilegra fyrir fleiri. Vísir/Vilhelm. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar. Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar á stöðu og horfum íslensks efnahagslífs, sem gefið var út í dag. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Um reglubundna heimsókn er að ræða sem hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Sendinefndin greindi frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík í morgun. Horfa má á upptöku frá fundinn hér að neðan. Í álitinu kemur fram að nefndin telji að íslenskt efnahagslíf hafi tekist ágætlega að glíma við fjölmörg áföll frá árinu 2019. Horfur í efnahagslífinu sé jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Í ágætri stöðu Að mati sjóðsins tengist óvissan einkum alþjóðlegum efnahagsáhrifum stríðsins í Úkraínu, samdrætti í efnahagi á heimsvísu sem og kórónuveirufaraldrinum. Segir þó í áliti sjóðsins að íslenski efnahagurinn sé í ágætri stöðu til að takast á við mögulega neikvæða þróun tengda þessum þáttum. Aðgerða þörf til að takast á við verðsveiflur húsnæðis Í áliti sendinefndarinnar er sérstaklega vikið að stöðu húsnæðismarkaðarins hér á landi þar sem fram kemur að skörp hækkun húsnæðisverðs hér á landi að undanförnu sé áhættuþáttur. Skörp leiðrétting húsnæðisverðs gæti veikt efnahagsreikninga heimila og fjármálageirans. Hækkun húsnæðisverðs hafi einnig haft neikvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið húsnæði, sér í lagi fyrir yngra fólk og þá sem tekjulægri eru. Vel útfærðar og samræmdar aðgerðir séu nauðsynlegar til að takast á við húsnæðisverðssveifluna. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti sendinefndina á dögunum. Iva Petrova, til hægri við Lilju, fór fyrir nefndinni.Stjórnarráðið. Endurhanna ætti stuðning hins opinbera í húsnæðismálum. Markvissari stuðningur við fólk á leigumarkaði og áframhaldandi fjárfesting í félagslegu húsnæði ætti að stuðla að hagkvæmara leiguverði, að mati sendinefndarinnar. Gagnsæi og jafnræði skipta sköpum við sölu á bönkum í ríkiseigu Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að það ætti að vera eitt af lykilverkefnum íslensku ríkisstjórnarinnar að tryggja að eigendur banka hér á landi séu hæfir. Er þar vísað í að ekki sé langt síðan íslenska bankakerfið féll á einu bretti árið 2008. Iva Petrova, formaður sendinefndar AGS.Vísir/Arnar Gagnsæi og jafnræði skipti sköpum til þess að varðveita trúverðugleika allra sem í hlut eiga við sölu á bönkum í ríkiseigu. Setja ætti skilyrði fyrir þátttöku fjárfesta og viðmið fyrir hæfi þeirra í regluverki er snýr að sölu banka í ríkiseigu til þess draga úr orðspors- og stöðugleikaáhættu fyrir ríkið og fjármálakerfið. Í þessu samhengi ætti Seðlabankinn að fara yfir framtíðaráform um sölu banka í ríkiseigu til þess að tryggja að gætt verði að hæfi og heilindum mögulegra fjárfesta og að tekið sé með viðunandi hætti á öðrum varúðartengdum þáttum, segir í áliti nefndarinnar.
Efnahagsmál Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Verðlag Salan á Íslandsbanka Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11. maí 2022 09:44
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent