Borgarlínan er loftslagsmál Birkir Ingibjartsson og Ragna Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2022 11:45 Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar