Borgarlínan er loftslagsmál Birkir Ingibjartsson og Ragna Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2022 11:45 Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum. Nú þegar síðasta vika kosningabaráttunnar er gengin í garð hefur umræða um loftslagsmál verið hverfandi, ekki bara í umfjöllun fjölmiðla heldur líka í loforðum flestra flokka. Raunar snúast stefnur margra þeirra um hið gagnstæða, að hverfa frá stórum, mikilvægum, grænum verkefnum Reykjavík hefur verið að gera síðustu ár, og þenja út borgina með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margir flokkar leggja áherslu á breytingar - STRAX - um leið og þeir boða afturhvarf til hugmynda sem skapað hafa þær aðstæður sem við höfum einmitt verið að vinna gegn. Þessi loforð gefa skýrt til kynna að umræddir flokkar eru ekki tilbúnir að taka slaginn með loftslaginu þegar á reynir. Allar breytingar sem taka raunverulega á vandanum hafa þau enga framtíðarsýn til að styðjast við eða þolinmæði til að fylgja eftir. Gefa slagorð þeirra það skýrt til kynna. Stjórnmálafólk samtímans verður að koma með raunhæfar lausnir þegar kemur að loftslagsvánni. Reykjavík er á réttri leið með skýrum markmiðum og markvissum aðgerðum í þágu fjölbreytta ferðamáta, þéttingu byggðar og eflingu núverandi hverfa borgarinnar með sjálfbærni þeirra að leiðarljósi. Með þéttingu byggðar styrkjum við eldri hverfi borgarinnar og nýtum betur þá innviði sem þar eru til staðar. Breyttar ferðavenjur milli hverfa og borgarhluta er nú púslið sem vantar til að loka hringnum. Samfylkingin í Reykjavík hefur haft skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum og samgöngumálum og hvernig við viljum þróa umhverfi borgarinnar með þessi mál að leiðarljósi. Á þeirri vegferð er Borgarlínan lykilverkefni og er mikilvægt að við hverfum ekki af þeirri braut ætlum við að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Við viljum halda áfram að þróa borgina í átt að heilnæmu og grænu borgarumhverfi sem byggist upp í kringum fjölbreytta ferðamáta. Við megum ekki falla í þá gryfjuóreiðukennds stefnuleysis sem einkennir þá flokka sem lofa hinu og þessu fyrir kosningar. „Hvorki né“ og „bæði og“ aðgerðir sem fela ekki í sér neina ábyrgð á núverandi vanda heldur veltir þeim inn í framtíðina með fullkomnu stefnuleysi: þéttingu OG dreifingu byggðar; aukið flæði bílaumferðar OG betri almenningssamgöngur. Sundabraut strax en líka hjólaborgina Reykjavík. Að móta borgina til næstu áratuga er ábyrgðarmál og ber okkur skylda til að horfa næstu 30-50 ára þegar við tökum ákvarðanir um þróun Reykjavíkur. Borgarlínan er slíkt verkefni og þar dugar ekkert hálfkák. Með hágæða Borgarlínu bætum við aðgengi allra borgarbúa að hverfum borgarinnar en boðum jafnframt nýja tíma þar sem fjölbreyttir ferðamátar eru í forgrunni. Ef ykkur vantar málefni til að kjósa eftir næsta laugardag er alltaf farsælt að standa með framtíðinni. Við verðum að axla ábyrgð og gera breytingar á umhverfi borgarinnar sem miða að því að skapa hér sjálfbært borgarsamfélag. Borgarlínan er það verkefni sem tekur skýrustu skrefin í þá átt. Settu X við Samfylkinguna, við loftslagsmál og hágæða Borgarlínu næsta laugardag. Birkir Ingibjartsson, arkitekt, 8. sæti Samfylkingarinnar í ReykjavíkRagna Sigurðardóttir, læknir, borgarfulltrú og forseti Ungra jafnaðarmanna, 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun