Popúlismi Hrafnkell Karlsson skrifar 9. maí 2022 21:30 Popúlismi er skilgreindur sem pólitísk stefna sem reynir að ná til sem flesta hópa fólks sem líður að þeirra mál eru ekki til umræðu í pólitíkinni eða hjá elítunni. Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem stjórnmálaflokkar hérlendis hafa tekið til sín þegar þeim vantar einhver málefni til að fjalla um fyrir athyglina. Þetta er oft mjög auðveld og ódýr leið fyrir stjórnmálaflokka til að taka að sér málefni, oft sem þau vita lítið um, til að næla sér í auka atkvæði og athygli rétt fyrir kosningar. Eitt dæmi um þetta er auglýsing Framsóknar í Hafnarfirði þar sem þau tala um að þau munu fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það eru nokkrir stórir gallar við þetta kosningaloforð. Í fyrsta lagi þá er Alþingi búið að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reyndar eru sex ár síðan að Alþingi fullgilti hann. Í öðru lagi er það hlutverk Alþingis, ekki sveitarfélaganna, til að lögfesta samninginn. Þegar er búið að lögfesta samninginn þá geta sveitarfélögin innleitt hann til að bæta hag fatlaðs fólks í sínu sveitarfélagi. Í þriðja lagi tel ég slík popúlísk loforð vera blekking og oftar en ekki skaðlegt fyrir baráttu markhópsins sem um ræðir. Þetta loforð Framsóknar sýnir fullkomlega þekkingarleysi sitt á þessum málaflokki og er þetta ódýr leið til að laða að sér atkvæði um málaflokk sem þau vita ekki nógu mikið um. Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði talar um í athugasemd að þetta loforð snýst meira um að vinna eftir samningnum, heldur en að fullgilda hann en af hverju var það þá ekki auglýsingin? Það hjálpar engum að lofa upp úr ermi sinni um málefni ákveðinna markhópa í samfelaginu þegar þú ert ekki með á hreinu hvernig kerfið virkar Höfundur er í 11. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Popúlismi er skilgreindur sem pólitísk stefna sem reynir að ná til sem flesta hópa fólks sem líður að þeirra mál eru ekki til umræðu í pólitíkinni eða hjá elítunni. Þetta er ákveðin hugmyndafræði sem stjórnmálaflokkar hérlendis hafa tekið til sín þegar þeim vantar einhver málefni til að fjalla um fyrir athyglina. Þetta er oft mjög auðveld og ódýr leið fyrir stjórnmálaflokka til að taka að sér málefni, oft sem þau vita lítið um, til að næla sér í auka atkvæði og athygli rétt fyrir kosningar. Eitt dæmi um þetta er auglýsing Framsóknar í Hafnarfirði þar sem þau tala um að þau munu fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það eru nokkrir stórir gallar við þetta kosningaloforð. Í fyrsta lagi þá er Alþingi búið að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reyndar eru sex ár síðan að Alþingi fullgilti hann. Í öðru lagi er það hlutverk Alþingis, ekki sveitarfélaganna, til að lögfesta samninginn. Þegar er búið að lögfesta samninginn þá geta sveitarfélögin innleitt hann til að bæta hag fatlaðs fólks í sínu sveitarfélagi. Í þriðja lagi tel ég slík popúlísk loforð vera blekking og oftar en ekki skaðlegt fyrir baráttu markhópsins sem um ræðir. Þetta loforð Framsóknar sýnir fullkomlega þekkingarleysi sitt á þessum málaflokki og er þetta ódýr leið til að laða að sér atkvæði um málaflokk sem þau vita ekki nógu mikið um. Oddviti Framsóknar í Hafnarfirði talar um í athugasemd að þetta loforð snýst meira um að vinna eftir samningnum, heldur en að fullgilda hann en af hverju var það þá ekki auglýsingin? Það hjálpar engum að lofa upp úr ermi sinni um málefni ákveðinna markhópa í samfelaginu þegar þú ert ekki með á hreinu hvernig kerfið virkar Höfundur er í 11. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar