Hugleiðing dagforeldris Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar 9. maí 2022 20:01 Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar