Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 13:08 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Lögregluembættið Norðurlandi eystra Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig. Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig.
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28