Pappatré í Paradís Sóley Kaldal skrifar 7. maí 2022 08:15 Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar