Tímamótasamkomulag hjá Rósu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 6. maí 2022 19:16 Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar