Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:15 „Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Reykjavík Viðreisn Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun