Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:15 „Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Reykjavík Viðreisn Alþingi Borgarstjórn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun