Borgar borgarlínan sig? Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. maí 2022 11:30 Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Borgarlína Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar