Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. maí 2022 07:05 Rússar hafa skotið mörgum eldflaugum á Úkraínu síðasta daga og margar árásirnar hafa beinst að innviðum landsins. Hér má þó sjá eftirmála árásar Úkraínumanna á olíubirgðastöð á yfirráðasvæði Rússa í Donetsk. AP/Alexei Alexandrov Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Evrópusambandið Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira