Háskólasamfélagið í Vatnsmýrinni Isabel Alejandra Díaz skrifar 4. maí 2022 09:31 Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hagsmunir stúdenta Reykjavík Isabel Alejandra Díaz Háskólar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu. Óvissa, síbreytilegt ástand, takmarkanir og meira að segja vatnstjón hefur gert okkur erfitt að viðhalda hefðbundnu skólahaldi og skiljanlega hefur það tekið sinn toll. Raunar þekkjum við ekki langtímaáhrif dræmrar félagslegrar tengsla sökum faraldursins, en höfum þó ágætar vísbendingar. Niðurstöður tengslakönnunar, sem lögð var fram meðal nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði í Háskóla Íslands haustið 2021, sýna að staða þess hóps er áhyggjuefni í samanburði við nemendur sem hófu nám árið 2017. Nemendurnir sem hófu nám haustið 2021 töldu upp færri tengslamyndanir við bæði upphaf náms og við mælingu á öðru misseri og nær helmingur þeirra höfðu ekki kynnst nýju fólki í náminu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega athyglisverðar þar sem niðurstöðurnar frá 2017 sýna að lang flest ný tengsl myndast á milli mælinga á fyrsta og öðru misseri nemenda í námi. Samkvæmt niðurstöðum úr nýjustu könnun Stúdentaráðsfrá febrúar 2022 einkennist upplifun stúdenta í tengslum við faraldurinn af takmarkaðri tengslamyndun við samnemendur, mikilli heimaveru og áhyggjum af því að hafa ekki góða stjórn á námi og hvernig þær aðstæður hafi áhrif á geðheilsu. Við ljúkum því skólaárinu 2021-2022 með annars vegar 2. árs nema sem ekki hafa átt hefðbundna upplifun af háskólanámi, og hins vegar 1. árs nema sem stigu sín fyrstu skref í óþekktu umhverfi eftir strembið ár í framhaldsskóla. Með tilliti til þessara niðurstaðna og tengslakönnunarinnar stendur háskólasamfélagið óneitanlega áfram frammi fyrir þeirri áskorun að hlúa að stúdentahópnum og starfsfólki með sem besta móti, og í senn undirbúa komu nýrra nema næsta haust. Á síðustu árum hafa framfarir orðið í geðheilbrigðisþjónustu við Háskóla Íslands en eftirspurnin er áfram mikil. Beiðni Stúdentaráðs um aukið fjármagn í málaflokkinn skilaði sér í að allt að 100 milljónum var ráðstafað aukalega til háskólastigsins, sem gerði okkur kleift að fjölga úrræðum. Nú stendur m.a. til boða núvitunarnámskeið ásamt því að fjórði sálfræðingurinn hóf störf fyrr á þessu ári og ný félagsráðgjafaþjónusta mun fara af stað næsta skólaár. Stúdentaráð telur vera fullt tilefni til að bæta þjónustuna við stúdenta almennt í heilbrigðismálum með því að setja á fót heilbrigðismóttöku í Vatnsmýrina. Ályktun þess efnis má rekja til 2020 en hún vísar í rannsókn frá árinu 2011, sem gaf til kynna að nemendur hefðu mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku og fjölbreyttari þjónustu. Í tilefni kosninga til borgarstjórnar hefur Stúdentaráð undirstrikað að nýju þessa ósk við frambjóðendur, en einnig viðeigandi ráðuneyti, og leitað eftir stuðningi og aðkomu. Víða erlendis er algengt að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg á háskólasvæðum, af hverju ekki hér? Úr mörgum útfærslum er að velja við framkvæmd m.t.t. umhverfis- og sjálfbærnissjóðarmiða, skipulags- og samgöngumála og heilbrigðis samfélags. Það birtir töluvert til og úrbætur fyrir háskólasamfélagið okkar blasa við. Stúdentar hafa endurheimt félagslífið á lokaspretti misserisins, framkvæmdir eru hafnar á kennslurýmum á Háskólatorgi eftir lekann og heildstæð sýn á skipulag háskólasvæðisins er nú af alvöru sett á oddinn. Stúdentaráð hefur vakið athygli á að hugað sé að öryggi, vellíðan og þjónustu við stúdenta og bindur vonir við að þau atriði njóti stuðnings þvert á stjórnmálaflokka. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Áherslur Stúdentaráðs fyrir kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru að finna á heimasíðu ráðsins
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar