Ungbarnastyrkur brúar bilið Eggert Sigurbergsson skrifar 4. maí 2022 08:31 Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjanesbær Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun