Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarna daga flakkað um hverfi borgarinnar og gefið hamborgara úr sérmerktum matarvagni. Þetta eru þó engir venjulegir hamborgarar heldur „frelsisborgarar“ eins og stendur á vagninum.
Bíllinn átti að vera staðsettur á bílastæði Listaháskólans í Laugarnesi frá klukkan 12 til 13 í hádeginu á morgun. Skólanum barst hins vegar kvartanir og því var ákveðið að afþakka komu frelsisborgarabílsins.
Allir velkomnir í hús en bannað að trufla
„Við höfum sammælst um að það eru allir stjórnmálaflokkar velkomnir inn í hús hjá okkur, svo lengi sem þeir trufla ekki kennslu,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans í samtali við fréttastofu.
Hún segir að það virðist sem svo að einhverjum hafi þótt það óþarfi að þiggja veitingar í því samhengi, frá einum flokki umfram aðra.