Brauð og kökur – Bjarni og Katrín Ellen Calmon skrifar 1. maí 2022 22:00 Hjartanlega til hamingju með daginn allt launafólk! Í dag var miðborgin full af baráttuglöðu fólki sem er gleðilegt. Það er gleðilegt að fólk geti aftur komið saman og gleðilegt að í brjósti fólks brennur enn baráttueldur fyrir bættum kjörum og betra samfélagi. Þrátt fyrir síendurtekin vonbrigði með ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í þágu hinna efnameiri. Hjartað í jafnaðarstefnunni Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Ég hef velt því fyrir mér af hverju ég fór í pólitík – og hef þá velt fyrir mér hægrinu og vinstrinu eða jafnaðarstefnunni í því samhengi. Við, á jafnaðarlínunni - erum gjarnan upptekin af velferðarmálum, menntamálum, kjaramálum, jafnrétti og mannréttindum. Okkur brennur eldur í brjósti fyrir betra samfélagi þar sem fólk býr við jöfn kjör og hefur jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum, greiða skatta svo börnin okkar hafi jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Greiða skatta svo örorkulífeyrisþegar og eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi. Við viljum styrka inniviði samfélagsins og iðka mannréttindi með velferð og jöfnuð að leiðarljósi.Við viljum öfluga heilbrigðisþjónustu, við viljum að öll eigi þak yfir höfuðið og hafi mat á borðum. Við viljum kerfi sem virka fyrir fólkið en ekki kerfi fyrir kerfi eða kerfiskarla- og kerlingar. Þannig er okkar „core“. „Core“ er svo gott orð finnst mér, því það er miðjan í okkur – og svo líkist það franska orðinu „coeur“ sem þýðir hjarta. Við höfum mörg hver upplifað sitthvað á lífsleiðinni sem gerir það að verkum að við förum að skipta okkur af stjórnmálum jafnaðarmennskunnar. Ég veit ekki hvað það var nákvæmlega hjá mér, kannski það að vera uppalin í Breiðholtinu, verandi hálf frönsk, eigandi eina útlenska pabbann í botnlanganum, þar sem hrópað var að mér „Ellen, franska kartafla!“ Það var nefnilega á þeim tíma sem ekki voru mjög margir innflytjendur á Íslandi. Það var sérstakt að vera innflytjandi og að vera barn innflytjanda. Það var öðruvísi. Eða kannski fór ég í stjórnmál eftir að hafa orðið vitni að skelfilegum mannréttindabrotum þegar ég starfaði sem flugfreyja í Asíu og Afríku. Þar sem ég varð vitni að því að fólki var neitað um læknisþjónustu. Ég flutti farþega frá Kongó til Brusssel og aftur til baka veikt og illa burða. Því hafði ekki verið veitt nauðsynleg læknisþjónusta í Evrópulandinu. Bjarni og Katrín vilja ekki skerða sérréttindi aðalsins Jafnaðarfólk vill vel fyrir heildina, fólkið, samfélagið, þar sem við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að tryggja jöfn kjör og jafnt aðgengi. Engin skal skilin eftir. Á meðan ég upplifi hægrið sem oftast situr við kökuborðið hafa það helst að stefnu að reyna að næla sér í stærri kökubita fyrir sig og sína. „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ eru fræg ummæli Marie Antoinette, drottningar Loðvíks Frakkakonungs 16. þegar banhungraður almenningur bað um brauð og bætt kjör. Hún var fædd og alin upp í ríkidæmi og var því skilningslítil hvað fátækt snerti og almennt efnahagslega erfiðleika. Marie Antoinette hafði mikil pólitísk áhrif og stóð meðal annars gegn skerðingu á sérréttindum aðalsins sem mætti stöðugt vaxandi óvild þegna Frakklands. Hún var fangelsuð 1792 eftir frönsku byltinguna. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Það er óhjákvæmilegt annað en að skynja að stefna ríkisstjórnar þeirra Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur sé í ætt við pólitíska stefnu Marie Antoinette. Þau hafa lagt sig fram um að skerða ekki sérréttindi ríka fólksins, aðalsins. Aðall nútímans er hægt að kalla fjárfesta, jafnvel fagfjárfesta, kvótaeigendur eða bara pabba. Þau keppast við að tryggja að aðallinn þurfi ekki að bera neitt annað á borð sín nema kökur. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Mikilvægt að jafnaðarfólk stýri sveitarfélögum Nú horfum við fram á enn eitt kjörtímabilið þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. Verðbólga fer vaxandi og þar með hækkun á nauðsynjavörum, matvælum og húsnæðislánum. Meiri einkavæðing og enn og aftur færast fjármunir og eignir á færri hendur. Ríkir verða ríkari og fátækt fólk verður fátækara og erfiðara verður að draga lífið fram í verðbólgu og vaxtahækkunum. Við eigum líka eftir að sjá afleiðingar COVID19 birtast á næstu misserum þar sem vanlíðan fólks og eftirköst eiga eftir að koma í ljós, ekki síst hjá börnum og ungmennum. Því er svo gríðarlega mikilvægt að jafnaðarfólk sé við völd í sveitarfélögunum þar sem nærþjónustan fer fram. Við þurfum að vera reiðubúin að grípa börnin, grípa fólkið okkar. Við, jafnaðarfólk, eigum rætur okkar í verkalýðshreyfingunni sem þarf á stuðningi að halda nú sem aldrei fyrr, því nú talar, teymi Marie Antoinette, ríkisstjórnar Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur enn og aftur fyrir því að ekki eru til fjármunir til að tryggja fólki brauð – enn og aftur er ekki hægt að hækka laun þeirra sem minnst hafa, hvað þá lífeyri! Senn líður að sveitastjórnarkosningum og með þessa ríkisstjórn við völd er enn mikilvægara en áður að jafnaðarfólk veljist í sveitastjórnir um land allt. Fylgjum hjarta jafnaðarmennskunnar og tryggjum að öll eigi brauð á borðum og hafi efni á kökum ef vill. Snúum bökum saman og kjósum rétt fyrir fólkið í landinu. Setjum X við S. Nú er hægt að kjósa utankjörfundar í Reykjavík á 2. hæð í Holtagörðum á milli kl. 10 og 20 alla daga vikunnar. Höfundur er forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og borgarfulltrúi sem skipar 9. sætið á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Ellen Jacqueline Calmon Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjartanlega til hamingju með daginn allt launafólk! Í dag var miðborgin full af baráttuglöðu fólki sem er gleðilegt. Það er gleðilegt að fólk geti aftur komið saman og gleðilegt að í brjósti fólks brennur enn baráttueldur fyrir bættum kjörum og betra samfélagi. Þrátt fyrir síendurtekin vonbrigði með ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í þágu hinna efnameiri. Hjartað í jafnaðarstefnunni Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Ég hef velt því fyrir mér af hverju ég fór í pólitík – og hef þá velt fyrir mér hægrinu og vinstrinu eða jafnaðarstefnunni í því samhengi. Við, á jafnaðarlínunni - erum gjarnan upptekin af velferðarmálum, menntamálum, kjaramálum, jafnrétti og mannréttindum. Okkur brennur eldur í brjósti fyrir betra samfélagi þar sem fólk býr við jöfn kjör og hefur jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum, greiða skatta svo börnin okkar hafi jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Greiða skatta svo örorkulífeyrisþegar og eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi. Við viljum styrka inniviði samfélagsins og iðka mannréttindi með velferð og jöfnuð að leiðarljósi.Við viljum öfluga heilbrigðisþjónustu, við viljum að öll eigi þak yfir höfuðið og hafi mat á borðum. Við viljum kerfi sem virka fyrir fólkið en ekki kerfi fyrir kerfi eða kerfiskarla- og kerlingar. Þannig er okkar „core“. „Core“ er svo gott orð finnst mér, því það er miðjan í okkur – og svo líkist það franska orðinu „coeur“ sem þýðir hjarta. Við höfum mörg hver upplifað sitthvað á lífsleiðinni sem gerir það að verkum að við förum að skipta okkur af stjórnmálum jafnaðarmennskunnar. Ég veit ekki hvað það var nákvæmlega hjá mér, kannski það að vera uppalin í Breiðholtinu, verandi hálf frönsk, eigandi eina útlenska pabbann í botnlanganum, þar sem hrópað var að mér „Ellen, franska kartafla!“ Það var nefnilega á þeim tíma sem ekki voru mjög margir innflytjendur á Íslandi. Það var sérstakt að vera innflytjandi og að vera barn innflytjanda. Það var öðruvísi. Eða kannski fór ég í stjórnmál eftir að hafa orðið vitni að skelfilegum mannréttindabrotum þegar ég starfaði sem flugfreyja í Asíu og Afríku. Þar sem ég varð vitni að því að fólki var neitað um læknisþjónustu. Ég flutti farþega frá Kongó til Brusssel og aftur til baka veikt og illa burða. Því hafði ekki verið veitt nauðsynleg læknisþjónusta í Evrópulandinu. Bjarni og Katrín vilja ekki skerða sérréttindi aðalsins Jafnaðarfólk vill vel fyrir heildina, fólkið, samfélagið, þar sem við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að tryggja jöfn kjör og jafnt aðgengi. Engin skal skilin eftir. Á meðan ég upplifi hægrið sem oftast situr við kökuborðið hafa það helst að stefnu að reyna að næla sér í stærri kökubita fyrir sig og sína. „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ eru fræg ummæli Marie Antoinette, drottningar Loðvíks Frakkakonungs 16. þegar banhungraður almenningur bað um brauð og bætt kjör. Hún var fædd og alin upp í ríkidæmi og var því skilningslítil hvað fátækt snerti og almennt efnahagslega erfiðleika. Marie Antoinette hafði mikil pólitísk áhrif og stóð meðal annars gegn skerðingu á sérréttindum aðalsins sem mætti stöðugt vaxandi óvild þegna Frakklands. Hún var fangelsuð 1792 eftir frönsku byltinguna. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Það er óhjákvæmilegt annað en að skynja að stefna ríkisstjórnar þeirra Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur sé í ætt við pólitíska stefnu Marie Antoinette. Þau hafa lagt sig fram um að skerða ekki sérréttindi ríka fólksins, aðalsins. Aðall nútímans er hægt að kalla fjárfesta, jafnvel fagfjárfesta, kvótaeigendur eða bara pabba. Þau keppast við að tryggja að aðallinn þurfi ekki að bera neitt annað á borð sín nema kökur. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Mikilvægt að jafnaðarfólk stýri sveitarfélögum Nú horfum við fram á enn eitt kjörtímabilið þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. Verðbólga fer vaxandi og þar með hækkun á nauðsynjavörum, matvælum og húsnæðislánum. Meiri einkavæðing og enn og aftur færast fjármunir og eignir á færri hendur. Ríkir verða ríkari og fátækt fólk verður fátækara og erfiðara verður að draga lífið fram í verðbólgu og vaxtahækkunum. Við eigum líka eftir að sjá afleiðingar COVID19 birtast á næstu misserum þar sem vanlíðan fólks og eftirköst eiga eftir að koma í ljós, ekki síst hjá börnum og ungmennum. Því er svo gríðarlega mikilvægt að jafnaðarfólk sé við völd í sveitarfélögunum þar sem nærþjónustan fer fram. Við þurfum að vera reiðubúin að grípa börnin, grípa fólkið okkar. Við, jafnaðarfólk, eigum rætur okkar í verkalýðshreyfingunni sem þarf á stuðningi að halda nú sem aldrei fyrr, því nú talar, teymi Marie Antoinette, ríkisstjórnar Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur enn og aftur fyrir því að ekki eru til fjármunir til að tryggja fólki brauð – enn og aftur er ekki hægt að hækka laun þeirra sem minnst hafa, hvað þá lífeyri! Senn líður að sveitastjórnarkosningum og með þessa ríkisstjórn við völd er enn mikilvægara en áður að jafnaðarfólk veljist í sveitastjórnir um land allt. Fylgjum hjarta jafnaðarmennskunnar og tryggjum að öll eigi brauð á borðum og hafi efni á kökum ef vill. Snúum bökum saman og kjósum rétt fyrir fólkið í landinu. Setjum X við S. Nú er hægt að kjósa utankjörfundar í Reykjavík á 2. hæð í Holtagörðum á milli kl. 10 og 20 alla daga vikunnar. Höfundur er forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og borgarfulltrúi sem skipar 9. sætið á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun