Veislan hefst í kvöld en Valur og Fram bíða eftir að vita nöfn mótherjanna Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Rut Jónsdóttir og Britney Cots verða á ferðinni í kvöld, önnur á Akureyri en hin í Vestmannaeyjum. vísir/hulda margrét Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld, á sitt hvorum enda landsins. Á Akureyri taka Íslandsmeistarar KA/Þórs á móti Haukum en í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31