Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 11:24 Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau. Vísir Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. Sá sem ræðir við Tómas í skilaboðunum birti mynd af þeim á Facebook fyrr í mánuðinum og þar fylgdi spurning um það hvort manni sem sendi skilaboð af þessum toga væri sæmandi að vera þingmaður. Mynd af skilaboðunum hefur síðan verið í dreifingu. Í skilaboðunum frá Tómasi, sem er þar að sögn nýlentur í Bangkok, segir: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Tómas segir í samtali við fréttastofu: „Auðvitað hefði ég kosið að þetta væri ekki í dreifingu, ég get ekki sagt annað.“ Umrædd samskipti voru birt á Facebook fyrr í mánuðinum og hafa síðan gengið manna á milli. Ekki vísað til greiðslu Tómas, sem var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðasta haust en var þar á undan þjóðþekktur sem stofnandi Hamborgarabúllunnar og fleiri veitingastaða, segir í samtali við fréttastofu að atvikin sem um ræði hafi átt sér stað löngu áður en hann varð kjörinn fulltrúi. Tómas bendir á að ekki sé vísað til greiðslu fyrir kynlíf í skilaboðunum sem um ræðir. „Ég hitti konu sem er yngri en ég, er það þá fréttaefni?“ spyr Tómas í samtali við fréttastofu. Tómas varð 73 ára á dögunum. Þú skilur að þetta hljómar ekki vel? „Nei, það gerir það ekki í ákveðnu samhengi en ógiftur og ólofaður maður sem hittir einhverjar konur, er hann sekur?“ Hefurðu einhvern tímann greitt fyrir kynlíf? „Fyrir utan það að ég hef verið giftur fjórum sinnum og þær hafa allar fengið húsið? Hef ég boðið einhverri manneskju út að borða og það hefur endað með kynlífi? Ég veit ekki hvar mörkin eru. Ég er ekki melludólg... eða ég veit ekki hvað þetta heitir.“ Aftur, hefurðu greitt fyrir kynlíf? Ég held að þetta sé einföld spurning. „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Bendir á Berlín Þekkt er að fólk ferðist frá löndum þar sem vændi er ólöglegt til landa þar sem það er löglegt. Í Taílandi er vændi strangt til tekið ólöglegt, en það er þó stundað fyrir opnum tjöldum. Tómas komst á þing í kosningunum í haust sem níundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Flokk fólksins.Flokkur fólksins „Svo er eitt sem ég skil ekki alveg. Nú hef ég verið með veitingastað í Berlín í ansi mörg ár og þar hef ég verið með annan fótinn. Mér er sagt að það séu einhverjir staðir í Berlín, sem ég hef aldrei séð, þar sem þú getur bara farið og fengið þér kynlíf fyrir pening. Í Þýskalandi er þetta löglegt. Þannig að gefum okkur að ef einhverjir Íslendingar fari þarna og fái sér kynlíf og borgi fyrir það, af því að það er löglegt, er það þá frétt? Ég hef aldrei komið inn á neina slíka staði en ég veit að þetta er í gangi og að þetta er löglegt þar.“ Varaði við birtingunni Eftir að fréttastofa upplýsti Tómas um að fréttin væri í vinnslu tjáði hann sig stuttlega um málið á Twitter. Þar birti hann skilaboðin sjálfur og ávarpaði „Twitter-vini“ sína: „Kæru twitter vinir þetta skjáskot er að fara að birtast i fjölmiðlum vil taka fram að ég var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað en svona er lifið engin veit sína æfi fyrr en öll er.“ Í framhaldinu birti Tómas sjálfsmynd af sér með skilaboðunum: „As every sinner haas a future, every saint has a past“ sem mætti þýða: „Á sama hátt og syndugir eiga framtíð þá eiga dýrlingar sér líka fortíð“. Ekki hefur náðst í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna málsins. Tómas eyddi færslunum af Twitter um klukkustund eftir birtingu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:25. Alþingi Vændi Taíland Flokkur fólksins Íslendingar erlendis Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sá sem ræðir við Tómas í skilaboðunum birti mynd af þeim á Facebook fyrr í mánuðinum og þar fylgdi spurning um það hvort manni sem sendi skilaboð af þessum toga væri sæmandi að vera þingmaður. Mynd af skilaboðunum hefur síðan verið í dreifingu. Í skilaboðunum frá Tómasi, sem er þar að sögn nýlentur í Bangkok, segir: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Tómas segir í samtali við fréttastofu: „Auðvitað hefði ég kosið að þetta væri ekki í dreifingu, ég get ekki sagt annað.“ Umrædd samskipti voru birt á Facebook fyrr í mánuðinum og hafa síðan gengið manna á milli. Ekki vísað til greiðslu Tómas, sem var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðasta haust en var þar á undan þjóðþekktur sem stofnandi Hamborgarabúllunnar og fleiri veitingastaða, segir í samtali við fréttastofu að atvikin sem um ræði hafi átt sér stað löngu áður en hann varð kjörinn fulltrúi. Tómas bendir á að ekki sé vísað til greiðslu fyrir kynlíf í skilaboðunum sem um ræðir. „Ég hitti konu sem er yngri en ég, er það þá fréttaefni?“ spyr Tómas í samtali við fréttastofu. Tómas varð 73 ára á dögunum. Þú skilur að þetta hljómar ekki vel? „Nei, það gerir það ekki í ákveðnu samhengi en ógiftur og ólofaður maður sem hittir einhverjar konur, er hann sekur?“ Hefurðu einhvern tímann greitt fyrir kynlíf? „Fyrir utan það að ég hef verið giftur fjórum sinnum og þær hafa allar fengið húsið? Hef ég boðið einhverri manneskju út að borða og það hefur endað með kynlífi? Ég veit ekki hvar mörkin eru. Ég er ekki melludólg... eða ég veit ekki hvað þetta heitir.“ Aftur, hefurðu greitt fyrir kynlíf? Ég held að þetta sé einföld spurning. „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Bendir á Berlín Þekkt er að fólk ferðist frá löndum þar sem vændi er ólöglegt til landa þar sem það er löglegt. Í Taílandi er vændi strangt til tekið ólöglegt, en það er þó stundað fyrir opnum tjöldum. Tómas komst á þing í kosningunum í haust sem níundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Flokk fólksins.Flokkur fólksins „Svo er eitt sem ég skil ekki alveg. Nú hef ég verið með veitingastað í Berlín í ansi mörg ár og þar hef ég verið með annan fótinn. Mér er sagt að það séu einhverjir staðir í Berlín, sem ég hef aldrei séð, þar sem þú getur bara farið og fengið þér kynlíf fyrir pening. Í Þýskalandi er þetta löglegt. Þannig að gefum okkur að ef einhverjir Íslendingar fari þarna og fái sér kynlíf og borgi fyrir það, af því að það er löglegt, er það þá frétt? Ég hef aldrei komið inn á neina slíka staði en ég veit að þetta er í gangi og að þetta er löglegt þar.“ Varaði við birtingunni Eftir að fréttastofa upplýsti Tómas um að fréttin væri í vinnslu tjáði hann sig stuttlega um málið á Twitter. Þar birti hann skilaboðin sjálfur og ávarpaði „Twitter-vini“ sína: „Kæru twitter vinir þetta skjáskot er að fara að birtast i fjölmiðlum vil taka fram að ég var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað en svona er lifið engin veit sína æfi fyrr en öll er.“ Í framhaldinu birti Tómas sjálfsmynd af sér með skilaboðunum: „As every sinner haas a future, every saint has a past“ sem mætti þýða: „Á sama hátt og syndugir eiga framtíð þá eiga dýrlingar sér líka fortíð“. Ekki hefur náðst í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna málsins. Tómas eyddi færslunum af Twitter um klukkustund eftir birtingu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:25.
Alþingi Vændi Taíland Flokkur fólksins Íslendingar erlendis Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira