Þörf á vandaðri stjórnsýslu í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. apríl 2022 11:01 Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Njörður Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun