Afsakaðu Gísli Marteinn! Jósteinn Þorgrímsson skrifar 23. apríl 2022 16:37 Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar