Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Björn H. Reynisson skrifar 23. apríl 2022 07:00 Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun