Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 19:05 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01