Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 15:31 Frá leitinni að TFF-ABB á Þingvallavatni í febrúar. Vísir/vilhelm Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“ Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði