Loftslagsváin og litla systir hennar Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2022 21:00 Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Heimisson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun