Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 15:30 Óskar Örn ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. Hann hefði viljað þrjú stig frekar en glæsimark. Stöð 2 Sport Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Ein af stærstu félagaskiptum vetrarins í fótboltanum hér heima voru þegar Óskar Örn, einn albesti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta á þessari öld, ákvað að færa sig um set og yfirgefa KR. Það var svo gott sem gefið að þessi stórskemmtilegi leikmaður myndi enda ferilinn í vesturbæ Reykjavíkur en Óskar Örn var ekki á þeim buxunum. Orðinn 37 ára gamall ákvað hann að prófa eitthvað nýtt, hann samdi í kjölfarið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í sumar sem og á næsta ári. Það virðist ekki skipta máli hvaða ár er, hversu gamall Óskar Örn er eða hvaða stöðu á vellinum hann spilar - hann skorar alltaf. Ótrúleg tölfræði.Stöð 2 Sport Óskar Örn skoraði annað mark Stjörnunnar og virtist það lengi vel ætla að verða sigurmark leiksins. Því miður jöfnuðu ÍA undir lokin en það tekur ekkert frá mögnuðu afreki Óskars Arnar sem var þarna að skora í efstu deild karla 19. tímabilið í röð. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en það er einkar glæsilegt. Hann fær sendingu fyrir miðju vallarins, tekur góða snertingu og lætur vaða. Boltinn syngur skömmu síðar í netinu, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson í marki ÍA. Það sem gerði markið enn fegurra var hvernig boltinn beygði framhjá varnarmanni ÍA sem kom í pressu. „Ég náði að skrúfa boltann framhjá varnarmanninum og ég sá eiginlega ekkert fyrr en að menn fóru bara að fagna. Þá vissi ég að boltinn hefði endað í markinu.“ Klippa: Mark Óskars Arnar Stjarnan mætir Leiknir Reykjavík í 2. umferð Bestu deildarinnar á sunnudaginn kemur, 24. apríl. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira