Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 13:19 Dagur B. Eggertsson (t.h.) og Einar Þorsteinsson. Einar vill meina að Dagur hafi misskilið orð sín í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31