Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 10:56 Íslandsbanki spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum en fari svo lækkandi. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér. Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans þar sem hann spáir því að verðbólgan mælist 7,7 prósent í júlí. Verðbólga mældist 6,7 prósent í mars. Spáir bankinn því að verðbólga mælist 6,8 prósent í apríl, en Hagstofan mun birta nýjustu útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs þann 28. apríl næstkomandi. Í spá bankans kemur fram að mikilvægt sé fyrir þróun vísitölu neysluverð að hægja taki á hækkun íbúðaverðs. Gerist það muni það vega á móti svokallaðri innfluttri verðbólgu. „Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,8% en hún var 6,7% í mars. Verðbólga hefur ekki mælst svo mikil í tólf ár. Útlit er fyrir að á næstu mánuðum muni hún aukast enn frekar og samkvæmt skammtímaspá okkar nær verðbólga toppi í 7,7% í júlí. Vart þarf að taka það fram að óvissan er mikil og aðstæður fljótar að breytast líkt og hefur verið raunin á undanförnum mánuðum,“ segir í spá bankans. Reiknar bankinn þó með að verðbólga fari hjaðnandi eftir að toppinum er náð. „Við erum þrátt fyrir allt fremur bjartsýn á að við náum tökum á verðbólgunni og hún taki að hjaðna nokkuð hratt á næsta ári. Spá okkar hljóðar upp á 7% verðbólgu að meðaltali árið 2022, 4,4% árið 2023 og 2,9% árið 2024.“ Lesa má greiningu Íslandsbanka hér.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Tengdar fréttir Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22 Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8. apríl 2022 13:22
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. 29. mars 2022 19:20