Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2022 20:05 Sigfús og Katrín forsætisráðherra þegar hún heimsótti hann nýlega í nýja burstabæinn á Selfossi. Það fór vel á með þeim. Aðsend Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu. Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira