Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:20 Útlit er fyrir æsispennandi kosningar þann 24. apríl næstkomandi. Getty Images Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Emmanuel Macron fékk milli 28 og 29 prósent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en keppinauturinn, Marine Le Pen, fékk milli 23 og 24 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Breska ríkisútvarpið fylgdist ítarlega með. Tólf voru í framboði þetta árið en Macron vann nokkuð örugglega í seinni umferð forsetakosninganna árið 2017 með rúmlega 66 prósent atkvæða. Nú virðist Le Pen ætla að sækja á. Fylgi Macrons forseta hafði dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virtist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Le Pen hefur nú aldrei mælst með meira fylgi og kveðst bjartsýn yfir því sem koma skal. Sérfræðingar ytra segja ljóst að Macron geti ekki búist við auðveldum sigri í komandi kosningum. Hann sagði í ávarpi fyrr í kvöld að stuðningsmenn sínir þyrftu engar áhyggjur að hafa af kosningunum. Samkvæmt stjórnmálafræðingum ytra virðast kjósendur hafa almennt skipað sér í þrjár fylkingar; Macron-breiðfylkingu, langt til hægri eða langt til vinstri. Nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar er ljóst að margir, sem gerðu ráð fyrir því að kjósa aðrar frambjóðendur af þeim tólf sem voru í framboði, hafi ákveðið að valið stæði milli Macron, Le Pen og Jean-Luc Mélenchon, sem var lengst til vinstri. Sá síðastnefndi fékk rúm 20 prósent atkvæða en hann hvetur stuðningsmenn sína nú eindregið til að kjósa Macron.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43