Bjarni Tryggvason geimfari er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:44 Bjarni Tryggvason er látinn, 76 ára að aldri. Getty/HUM Images Bjarni Valdimar Tryggvason geimfari er látinn, 76 ára að aldri. Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield greindi frá andláti hans á Twitter í dag. Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“ Andlát Geimurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Lost a good friend today. Pioneer astronaut, engineer's engineer, proud parent, inventor, test pilot. A kind, funny, original man - Bjarni Tryggvason. pic.twitter.com/R17K44dJOA— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) April 6, 2022 Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Bjarni sinnti þar að auki rannsóknum og kennslu á sviði loftaflsfræði, straumfræði, stærðfræði og hönnun kerfa fyrir geimferðir. S0muleiðis vann hann við flugvélaprófanir og -þjálfun. Bjarni með kollegum sínum úti í geimnum. Efri röð til vinstri: Bjarni Tryggvason, Stephen K. Robinson, Curtis L. Brown, Jr., Neðri röð frá vinstri: Robert L. Curbeam, Jr., N. Jan Davis, Kent V. Rominger.Getty/ HUM Images Hadfield, sem var góður vinur Bjarna og samstarfsmaður hans, skrifar á Twitter að hann hafi misst góðan vin í dag. Bjarni hafi verið góðhjartaður, fyndinn og einstakur maður. Bjarni lætur eftir sig tvö börn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mynnist Bjarna á Facebook. „Geimfarinn Bjarni Tryggvason er fallinn frá. Árið 1952 fluttist hann sjö ára að aldri frá Íslandi til Vancouver í Kanada og átti þar farsælan feril, lengi vel í geimrannsóknum. Árið 1997 tók hann þátt í geimferð og varð þar með fyrstur manna, fæddra á Íslandi, til þess að halda út í geim,“ skrifar Guðni. „Fyrir fjórum árum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá Bjarna í heimsókn og spjalla við hann. Þótt hann hafi alið sinn aldur í Kanada á hann sér verðugan sess í Íslandssögunni.“
Andlát Geimurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira