Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 15:47 President Joe Biden arrives at Fort Lesley J. McNair, Monday, April 4, 2022, as he returns to Washington and the White House after spending the weekend in Wilmington, Del. (AP Photo/Andrew Harnik) AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59