Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. apríl 2022 12:05 Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. vísir/vilhelm/egill Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira