Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. apríl 2022 12:05 Það er bráðageðdeild Landspítalans sem umboðsmaður gerir athugasemdir við. vísir/vilhelm/egill Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Ansi dökk myndin sem dregin er upp í skýrslu umboðsmanns alþingis eftir heimsókn hans á bráðageðdeild Landspítalans. Samtökin Geðhjálp eru allt annað en sátt við lýsingarnar þar. „Lýsingar á því að fólki var bannað að fara út af herbergjum, bannað að fara út og fleira. Hvaða skoðun sem einhver hefur á meðferð þá allavega teljum við að það sé ekki gagnleg meðferð að banna fólki að fara út eða banna fólki að reykja eða drekka kaffi. Það er ekki rétta leiðin sko,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálparinnar. Hann segir ljóst að hér sé brotið á mannréttindum sjúklinga daglega. „Það er eiginlega ekkert annað hægt að lesa út úr skýrslu umboðsmanns. Þegar það er verið ræða þvinganir og inngrip eins og takmarkanir á útivist, aðgengi að síma. Þetta eru bara þessir daglegu litlu hlutir,“ segir Grímur. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. vísir/egill Það sé ekki lagaleg heimild hér fyrir að beita mörgum af þeim þvingunaraðferðum sem notaðar eru. „Ég myndi kannski ekki segja að það séu lögbrot. En mannréttindabrot. Nú stendur fyrir dyrum að lögfesta samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er gengið mjög langt í mannréttindum. Og þar kemur fram að það er bara bannað að beita fólki nauðung og þvingunum,“ segir hann. Mikilvægt sé að setja geðheilbrigði undir sama hatt og banna algerlega þvinganir í heilbrigðisþjónustu. Gamaldags viðhorf Ábendingar umboðsmannsins kallast algerlega á við þær sem hann kom með eftir úttekt sína á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018. Umboðsmaður gerði sömu athugasemdir við aðferðir á þremur lokuðum deildum á Kleppi árið 2018.vísir/vilhelm Grímur harmar að hér hafi ekki verið unnar úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu eftir þá úttekt. „Þetta er gamaldags viðhorf... Ég er að reyna að tala varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar en auðvitað verður að laga þetta. Við þurfum að breyta þessu,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Geðheilbrigði Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira