Virkni er velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:30 Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Félagsmál Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar