Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 07:37 Íbúð í fjölbýlishúsi í Tjernihív, eftir árás Rússa. epa/Natalia Dubrovska Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira