Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 07:37 Íbúð í fjölbýlishúsi í Tjernihív, eftir árás Rússa. epa/Natalia Dubrovska Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira
Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira