Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 07:37 Íbúð í fjölbýlishúsi í Tjernihív, eftir árás Rússa. epa/Natalia Dubrovska Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira