Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. mars 2022 11:00 Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurlandaráð Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun