Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. mars 2022 14:25 Úkraínskir hermenn í Odessa búa sig undir átök. AP/Petros Giannakouris Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“