Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. mars 2022 14:25 Úkraínskir hermenn í Odessa búa sig undir átök. AP/Petros Giannakouris Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira