Að halda rétt á spöðunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 24. mars 2022 07:00 Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar