Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 18:06 Íbúar Mariupol hafa verið í heljargreipum í að nálgast mánuð og virðist ekkert lát vera á árásum Rússa. AP/Vadim Ghirda Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, greindi frá því fyrr í dag að um 100 þúsund manns vildu yfirgefa borgina en að þeim hafi verið meinað að fara. Hún ítrekaði ákall um að öruggar flóttaleiðir út úr borginni yrðu opnaðar og að Rússar láti af árásum sínum á almenna borgara, eitthvað sem Rússar neita að hafa gert. WARNING: GRAPHIC CONTENT Ukrainian President Zelenskiy said it would not be possible to negotiate an end to the war without meeting Russian President Putin. The city of Mariupol has become a focal point of Russia's assault and lies largely in ruins https://t.co/6yCv8pYqjr pic.twitter.com/0wJKJLMQCM— Reuters (@Reuters) March 22, 2022 Rúmlega 400 þúsund íbúar voru í borginni þegar árásir Rússa hófust og hafa íbúar ekki aðgengi að mat, vatni eða lyfjum. Flestar tilraunir til að opna öruggar flóttaleiðir hafa mistekist undanfarnar vikur en einhver fjöldi hefur þó flúið borgina. Talið er að um 200 þúsund manns séu eftir í borginni. Rússar hafa ráðist á byggingar sem hýsa almenna borgara, til að mynda fæðingardeild sjúkrahúss og leikhús. Björgunarsveitarmenn í Maríupól hafa ekki getað unnið í rústum leikhússins í nokkra daga vegna harðra bardaga og stórskotaliðsárása. Leikhúsið hrundi í loftárás í síðustu viku og er talið að rúmlega þúsund manns hafi leitað sér skjóls í kjallara þess. In Mariupol, Azov Battalion destroyed 4 Russian tanks and several units of enemy armored fighting vehicles.Today, the Ukrainian military also shot down one occupiers' plane which was destroying Mariupol in recent weeks pic.twitter.com/I8SgEkrH9l— Hromadske Int. (@Hromadske) March 22, 2022 Úkraínsk yfirvöld hafa neitað að verða við kröfum Rússa um að leggja niður vopn í borginni og barist gegn rússneskum hersveitum af krafti, meðal annars með þvi að skjóta niður rússneska herflugvél sem sveimaði yfir borginni í dag. Rússneskar hersveitir eru sagðar byrjaðar að skjóta á borgina úr Azov-hafi. Segir Úkraínumenn búa við helvíti Í ákalli sínu fyrir ítalska þinginu í dag ítrekaði Selenskí mikilvægi þess að Ítalir beiti Rússa hörðum refsiaðgerðum og styðji önnur ríki við slíkt. „Þessu stríði verður að ljúka eins fljótt og auðið er. Komum á friði. Fjarlægjum óvinveitta hermenn frá Úkraínu,“ sagði forsetinn. Að minnast kosti 117 börn hafa dáið frá því að innrás Rússa hófst og fleiri en 155 særst, segja yfirvöld í Úkraínu. 548 skólar og menntastofnanir eru sagðar hafa orðið fyrir árásum Rússa og 72 gjöreyðilagst. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segist hafa staðfest 62 árásir á heilbrigðisstofnanir í Úkraínu. Fimmtán hafi látið lífið í árásunum og að minnsta kosti 37 særst. Minnst 3,5 milljónir manna hafa flúið frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófst þann 24. febrúar. Til viðbótar eru 6,5 milljónir sagðar á vergangi innan landsins. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Úkraínumenn búa við helvíti vegna innrásar Rússa og varar við því að staðan eigi aðeins eftir að versna. Á blaðamannafundi í New York í dag sagði hann stríðið tilgangslaust og að það væri nauðsynlegt að binda endi á það sem fyrst. Innrás Rússa í Úkraínu Ítalía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. 20. mars 2022 23:31 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, greindi frá því fyrr í dag að um 100 þúsund manns vildu yfirgefa borgina en að þeim hafi verið meinað að fara. Hún ítrekaði ákall um að öruggar flóttaleiðir út úr borginni yrðu opnaðar og að Rússar láti af árásum sínum á almenna borgara, eitthvað sem Rússar neita að hafa gert. WARNING: GRAPHIC CONTENT Ukrainian President Zelenskiy said it would not be possible to negotiate an end to the war without meeting Russian President Putin. The city of Mariupol has become a focal point of Russia's assault and lies largely in ruins https://t.co/6yCv8pYqjr pic.twitter.com/0wJKJLMQCM— Reuters (@Reuters) March 22, 2022 Rúmlega 400 þúsund íbúar voru í borginni þegar árásir Rússa hófust og hafa íbúar ekki aðgengi að mat, vatni eða lyfjum. Flestar tilraunir til að opna öruggar flóttaleiðir hafa mistekist undanfarnar vikur en einhver fjöldi hefur þó flúið borgina. Talið er að um 200 þúsund manns séu eftir í borginni. Rússar hafa ráðist á byggingar sem hýsa almenna borgara, til að mynda fæðingardeild sjúkrahúss og leikhús. Björgunarsveitarmenn í Maríupól hafa ekki getað unnið í rústum leikhússins í nokkra daga vegna harðra bardaga og stórskotaliðsárása. Leikhúsið hrundi í loftárás í síðustu viku og er talið að rúmlega þúsund manns hafi leitað sér skjóls í kjallara þess. In Mariupol, Azov Battalion destroyed 4 Russian tanks and several units of enemy armored fighting vehicles.Today, the Ukrainian military also shot down one occupiers' plane which was destroying Mariupol in recent weeks pic.twitter.com/I8SgEkrH9l— Hromadske Int. (@Hromadske) March 22, 2022 Úkraínsk yfirvöld hafa neitað að verða við kröfum Rússa um að leggja niður vopn í borginni og barist gegn rússneskum hersveitum af krafti, meðal annars með þvi að skjóta niður rússneska herflugvél sem sveimaði yfir borginni í dag. Rússneskar hersveitir eru sagðar byrjaðar að skjóta á borgina úr Azov-hafi. Segir Úkraínumenn búa við helvíti Í ákalli sínu fyrir ítalska þinginu í dag ítrekaði Selenskí mikilvægi þess að Ítalir beiti Rússa hörðum refsiaðgerðum og styðji önnur ríki við slíkt. „Þessu stríði verður að ljúka eins fljótt og auðið er. Komum á friði. Fjarlægjum óvinveitta hermenn frá Úkraínu,“ sagði forsetinn. Að minnast kosti 117 börn hafa dáið frá því að innrás Rússa hófst og fleiri en 155 særst, segja yfirvöld í Úkraínu. 548 skólar og menntastofnanir eru sagðar hafa orðið fyrir árásum Rússa og 72 gjöreyðilagst. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segist hafa staðfest 62 árásir á heilbrigðisstofnanir í Úkraínu. Fimmtán hafi látið lífið í árásunum og að minnsta kosti 37 særst. Minnst 3,5 milljónir manna hafa flúið frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófst þann 24. febrúar. Til viðbótar eru 6,5 milljónir sagðar á vergangi innan landsins. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Úkraínumenn búa við helvíti vegna innrásar Rússa og varar við því að staðan eigi aðeins eftir að versna. Á blaðamannafundi í New York í dag sagði hann stríðið tilgangslaust og að það væri nauðsynlegt að binda endi á það sem fyrst.
Innrás Rússa í Úkraínu Ítalía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. 20. mars 2022 23:31 Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53
„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. 20. mars 2022 23:31
Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. 22. mars 2022 06:30