Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2022 13:10 Alexei Navalní í dómsal í morgun. EPA/YURI KOCHETKOV Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. Navalní var einnig dæmdur fyrir að vanvirða dómstólinn og gert að greiða sekt. Hann situr þegar í fangelsi og er að afplána dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm. Lögmenn Navalnís voru handteknir fyrir utan fangelsið þar sem dómsuppkvaðning fór fram í dag og flutt á brott í lögreglubíl. In a really concerning turn of events Navalny's lawyers have been detained after the hearing. They were giving comments to journalists and police demanded that people disperse from the road. They were taken away in a police van. https://t.co/dWEjl5r9bT— Mary Ilyushina (@maryilyushina) March 22, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann hefur setið í fangelsi í 428 daga. Sjá einnig: Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní stofnaði á árum áður samtök gegn spillingu í Rússlandi en þau hafa varpað ljósi á spillingu í ríkisstjórn Pútíns. Í morgun tengdu samtökin, sem heita Sjóður gegn spillingu, eina af dýrustu lúxussnekkjum heims við forsetann. Samtökin voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök og var þannig komið í veg fyrir að meðlimir þeirra gætu boðið sig fram til þingkosninga, eins og til stóð. Það leiddi einnig til þess að Navalní var ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Hann var einnig sakaður um að draga sér fé úr sjóðum samtakanna. Navalní stendur frammi fyrir enn einn ákærunni þar sem hann hefur einnig verið ákærður fyrir öfgastefnu. Bandamenn Navalnís birtu fyrir skömmu á Twitter röð tísta þar sem hann talar um dóminn. Þar fer Navalní um nokkuð víðan völl. Hann lýsir sér við einn af geimförunum í kvikmyndinni Interstellar og segist fastur í tímahlykkju. Þá heitir hann því að samtök hans séu ekki hætt að fletta ofan af spillingu í Rússlandi. Navalní kallar einnig eftir stuðningi og aðgerðum gegn ríkisstjórn Pútíns. Hann segir að „þessi halakarta [Pútín] sem situr á olíuleiðslu mun ekki velta sér sjálf úr sessi“. 10/10 In 2013, after hearing my first verdict, I wrote this and now I will repeat it: don't be idle. This toad sitting on an oil pipe will not overthrow itself.I hug and love everyone! — Alexey Navalny (@navalny) March 22, 2022 Moscow Times hefur eftur Kiru Yarmysh, talskonu Navalnís, að hún óttist um líf hans. Ríkisstjórn Rússlands hafi reynt að myrða hann áður og ekkert standi í vegi þeirra til að reyna aftur. „Við erum ekki bara að tala um frelsi Navalnís, heldur líf hans.“ Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. 22. mars 2022 11:59 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Navalní enn og aftur fyrir dómara Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. 15. febrúar 2022 11:09 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. 28. desember 2021 11:50 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Navalní var einnig dæmdur fyrir að vanvirða dómstólinn og gert að greiða sekt. Hann situr þegar í fangelsi og er að afplána dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm. Lögmenn Navalnís voru handteknir fyrir utan fangelsið þar sem dómsuppkvaðning fór fram í dag og flutt á brott í lögreglubíl. In a really concerning turn of events Navalny's lawyers have been detained after the hearing. They were giving comments to journalists and police demanded that people disperse from the road. They were taken away in a police van. https://t.co/dWEjl5r9bT— Mary Ilyushina (@maryilyushina) March 22, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann hefur setið í fangelsi í 428 daga. Sjá einnig: Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Navalní stofnaði á árum áður samtök gegn spillingu í Rússlandi en þau hafa varpað ljósi á spillingu í ríkisstjórn Pútíns. Í morgun tengdu samtökin, sem heita Sjóður gegn spillingu, eina af dýrustu lúxussnekkjum heims við forsetann. Samtökin voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök og var þannig komið í veg fyrir að meðlimir þeirra gætu boðið sig fram til þingkosninga, eins og til stóð. Það leiddi einnig til þess að Navalní var ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Hann var einnig sakaður um að draga sér fé úr sjóðum samtakanna. Navalní stendur frammi fyrir enn einn ákærunni þar sem hann hefur einnig verið ákærður fyrir öfgastefnu. Bandamenn Navalnís birtu fyrir skömmu á Twitter röð tísta þar sem hann talar um dóminn. Þar fer Navalní um nokkuð víðan völl. Hann lýsir sér við einn af geimförunum í kvikmyndinni Interstellar og segist fastur í tímahlykkju. Þá heitir hann því að samtök hans séu ekki hætt að fletta ofan af spillingu í Rússlandi. Navalní kallar einnig eftir stuðningi og aðgerðum gegn ríkisstjórn Pútíns. Hann segir að „þessi halakarta [Pútín] sem situr á olíuleiðslu mun ekki velta sér sjálf úr sessi“. 10/10 In 2013, after hearing my first verdict, I wrote this and now I will repeat it: don't be idle. This toad sitting on an oil pipe will not overthrow itself.I hug and love everyone! — Alexey Navalny (@navalny) March 22, 2022 Moscow Times hefur eftur Kiru Yarmysh, talskonu Navalnís, að hún óttist um líf hans. Ríkisstjórn Rússlands hafi reynt að myrða hann áður og ekkert standi í vegi þeirra til að reyna aftur. „Við erum ekki bara að tala um frelsi Navalnís, heldur líf hans.“
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. 22. mars 2022 11:59 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Navalní enn og aftur fyrir dómara Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. 15. febrúar 2022 11:09 Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48 Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. 28. desember 2021 11:50 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. 22. mars 2022 11:59
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02
Navalní enn og aftur fyrir dómara Fangelsisvist Alexeis Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings Rússlands, verður mögulega lengd um meira en tíu ár vegna nýrra réttarhalda sem hófust í dag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa dregið sér fé úr samtökum sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. 15. febrúar 2022 11:09
Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Mannréttindasamtökunum Memorial Human Rights Center hefur verið gert að loka dyrum sínum í Rússlandi. Dómari hefur samþykkt kröfu saksóknarar um að rekstur samtakanna, sem barist hafa fyrir pólitíska fanga, verði stöðvaður. 29. desember 2021 11:48
Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. 28. desember 2021 11:50
Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22