Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. mars 2022 14:24 Meta hefur verið gert að loka á Facebook og Instagram í Rússlandi. Getty/Fernando Gutierrez-Juarezþ Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00