Allir í Nató, en hver vill borga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. mars 2022 07:32 Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun