Unga fólkið og framtíðin Ómar Már Jónsson skrifar 20. mars 2022 12:00 Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun