Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku Magnús Þór Jónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun