Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 23:31 Róman Abramóvítsj er einn auðugasti maður Rússlands og sagður innsti koppur í búri hjá sjálfum Pútín. Sjálfur þvertekur hann þó fyrir það, en það hefur ekki komið í veg fyrir að vesturlönd hafi beitt hann víðtækum þvingunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikhail Svetlov/Getty Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira