Alda stefnufestu Ísak Rúnarsson skrifar 18. mars 2022 13:31 „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Ísak Rúnarsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
„Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar