Stúdent lagði Vörð í deilu um bótaupphæð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 11:59 Dómurinn féllst á kröfu stúdentsins um að miða ætti framlag í lífeyrissjóð við 11,5 prósent. Hann féllst þó ekki á að miða ætti bætur við meðallaun viðskiptafræðinga frekar en miðgildi launa viðskiptafræðinga. Vísir/Vilhelm Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða. Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur. Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stúdentinn lenti í umferðarslysi árið 2018 þegar sendibíll hemlaði skyndilega fyrir framan hann, sem gat ekki forðað árekstri. Stúdentinn hlaut varanlegt líkamstjón í slysinu og er varanleg örorka hans metin 10 prósent. Enginn ágreiningur er um bótaskyldu Varðar vegna slyssins. Ágreiningurinn snýr að því hvort bæturnar ættu að reiknast út frá meðaltekjum viðskiptafræðinga samkvæmt kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga frá árinu 2017 launum stúdenta eða út frá miðgildi heildarlauna viðskiptafræðinga. Stúdentinn vildi meina að miða ætti í bótaútreikningum við meðaltekjur viðskiptafræðinga sem lokið hafa BS-gráðu en samkvæmt því yrðu mánaðarlaun 757 þúsund krónur. Ef tekið væri mið af miðgildi grunnlauna viðskiptafræðinga væru mánaðarlaun 700 þúsund krónur. Stúdentinn fór fram á, að tilteknum aldri hans, örorkustigs, launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs, 16.747.460 krónur í bætur. Þegar fyrrnefnd kjarakönnun hjá Félagi viðskipta- og hagfræðinga var gerð var framlag vinnuveitenda til lífeyrissjóðs 9,25 prósent en það hækkaði og var komið í 11,5 prósent. Dómurinn féllst ekki á það að miða ætti við meðaltekjur en ekki miðgildi mánaðarlauna viðskiptafræðinga. Dómurinn telur skýrt að marktækur munur á miðgildi og meðaltali launanna sé afleiðing þess að einstakir launaháir aðilar hafi laun umfram dæmigerð laun viðskiptafræðinga. Dómurinn féllst hins vegar á að framlag í lífeyrissjóð í útreikningnum ætti að miða við 11,5 prósent eða 317.984 krónur, í stað 9,25 prósenta sem áður voru. Verði var því gert að greiða stúdentnum þær 317.984 krónur.
Dómsmál Tryggingar Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira