Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 21:22 Joe Biden Bandaríkjaforseti spjallaði ásamt Jill Biden við móður Elizu eftir að Eliza hafði orð á því að hún væri hennar fyrirmynd. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira